top of page

Bogi varð alsæll eftir þessa uppgötvun og taldi að hann hefði fundið upp nýja fegrunaraðferð, en eftir nokkra leit á netinu sá hann að þetta væri aldagömul hefð á Írlandi og fleiri stöðum og verið meðal annars notuð sem lækningameðferð við ýmsum húðsjúkdómun.

Í áframhaldinu var því boðið upp á þarabað í minni potti í Alsælu Spa.

Þegar Bogi fluttist út á Garðskaga 2010, prufaði hann að opna einfalt þarabað í gömlum skúr, sem var við íbúðarhúsið, til að sjá hvernig viðtökur það fengi og hvort hugsanlega væri grundvöllur fyrir að byggja upp þarabað á Garðsskaganum. Viðtökur voru vonum framar og þarabaðið fékk mikla umfjöllun bæði hérlendis og erlendis. Þessi bráðabirgða aðstaða hafði hins vegar ekki burði til að hljóta formlegt starfsleyfi og var því lokað, þrátt fyrir vinsældir.

Ætlunin var að fá að byggja hentugt hús á lóðinni fyrir þarabaðið og voru lagðar inn nokkrar hugmyndir að byggingum en vegna hverfisfriðunar á svæðinu fékkst það ekki í gegn.

Upphaf Mermaid Geothermal Seaweed Spa má rekja til ársins 2007 en þá var Bogi Jónsson að leggja lokahönd á byggingu Alsælu-Spa, sem var heilsulind í austurlenskum anda. Þar var boðið upp á Thai-nudd, jurtagufubað og sjópott sem var á þaki baðhússins.

Þegar búið var að tengja sjópottinn og til stóð að prufa hann í fyrsta sinn var farið í fjöruna og náð í þang og þara til þess að hafa prufukeyrsluna eftirminnilega. Eftir pottferðina vakti það undrun hversu silkimjúk húð og hár voru orðin og beindist grunur að þörungunum. Þetta var því endurtekið nokkrum dögum seinna, sem aftur staðfesti undraverð áhrif þarabaðsins.

Í byrjun árs 2020 gekk Árni Magnússon svo til liðs við verkefnið og hafa þeir Bogi síðan lagt allt kapp á að undirbúa það eins vel og kostur er, vitandi að á ákveðnum tímapunkti þyrfti að fá að því fjárfesta til að klára verkefnið. Tækniþróunarsjóður Rannís og sérstaklega Uppbyggingarsjóður Suðurnesja, hafa styrkt undirbúning verkefnisins með ríkulegum hætti.

Um haustið 2019 skráði Bogi sig á námskeið í gerð viðskiptaáætlunar, Ræsing Suðurnesja, sem haldið var á vegum Heklunar, Nýsköpunarmiðstöðvar, Sambands sveitafélaga á Suðurnesjum og Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Ætlunin var að gera viðskiptaáætlun um þarabaðið á lóðinni við heimili Boga, en stuttu áður hafði loks fengist heimild til að endurbyggja gamla þarabaðsskúrinn og stækka hann.

Fljótlega kom í ljós að vegna stífra krafna vegna starfsleyfis, var ógerningur að uppfylla þær innan nýkomins endurbyggingarleyfis skúrsins. Þá var ekki annað í stöðunni en að hella sér í djúpu laugina og finna út kjörstærð miðað við viðskiptamódelið og hanna þarabaðið út frá því. Verkefnið fékk nafnið Mermaid Geothermal Seweed Spa og fékk það viðurkenningu í lok námskeiðsins.

Forsaga Mermaid

bottom of page